151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

búvörulög.

376. mál
[20:15]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Njáli Trausta Friðbertssyni andsvarið. Það er bara ánægjulegt í aðdraganda jólanna að við skulum fallast í faðma hér, félagarnir og þingflokkar allir, með það fyrir augum að líta með sem bestum og öflugustum hætti til hagsmuna bænda á Íslandi. Ég ítreka bara að ég fagna því að lagt hafi verið af stað í þá vegferð að ná fram endurskoðun þessa samnings og ég veit að hv. þm. Njáll Trausti Friðbertsson mun vakta það í utanríkismálanefnd með öðrum fulltrúum sem þar eiga sæti.