151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

búvörulög.

376. mál
[21:04]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hæstv. ráðherra heldur að sjálfsögðu áfram að búa til einhverjar sviðsmyndir sem standast vitanlega ekki. Það er í rauninni mjög auðvelt fyrir hæstv. ráðherra að kalla eftir því að farið sé yfir fundargerðir ríkisstjórnar frá þessum tíma þar sem er fjallað um hvað er rætt. Það er ekkert flókið að komast að því. Ég geri ráð fyrir því að í rannsóknarskýrslunni hans verði farið ofan í slíkt til að kafa ofan í málið. En ég held að allir séu búnir að viðurkenna það, herra forseti, að í ljósi þess sem gerðist í framhaldinu, eftir að þessi samningur er gerður, hafi samningurinn væntanlega verið mistök. Ég held að það sé engin spurning. Ég veit ekki betur en að það hafi margoft komið fram.