151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[22:31]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Ég er vel kunnugur nálgunarbannsmálum. Ég þekki þau. Ég ítreka að við verðum að fara örlítið varlega. Og ég spyr mig hver sé tengingin milli nálgunarbanns og fæðingarorlofstökuréttar og flutnings þess á milli foreldranna. Ég velti því fyrir mér. Hver er tengingin? Af hverju á foreldri sem er í þessari stöðu að fá meira en lögin gera ráð fyrir, og við vorum að fella í dag, að flytjist þarna á milli? Ég velti því bara fyrir mér almennt á hvaða leið við erum. Svona mál eru vissulega erfið og oft um mikið ofbeldi að ræða, það veit ég. En ég tel að með þessu, sérstaklega með svona afdráttarlausum ákvæðum um þennan flutning og sérstaklega þegar ekki er um barnið sjálft að ræða, séum við líklega fremur að stuðla að meiri hörku og óbilgirni í þessum málum og er ekki á það bætandi.