151. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2021.

reglur Menntasjóðs um leigusamninga.

[15:32]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið og fagna því að hún segi að Menntasjóður muni sýna sveigjanleika þeim sem urðu fyrir þessum forsendubresti, vegna þess að þetta er forsendubrestur sem gæti jafnvel orðið til þess að brottfall verði úr námi. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra svolítið betur út í það hvernig hún hyggst bregðast við þeirri stöðu sem hefur skapast út af þessu ósamræmi hjá Menntasjóði námsmanna. Ósamræmið felst í því að við undirritun samnings vegna lána árið 2021 dugði skattframtal til til að eiga rétt á leiguframfærslu, en nú í upphafi árs 2021 eru stúdentar krafðir um þinglýsta leigusamninga.