151. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2021.

sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[16:22]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef við erum sammála um að um arðbæra eign sé að ræða hef ég þá trú að á markaði fáist sanngjarnt verð. Og ég verð í raun og veru að spyrja mig áleitinna spurninga um það hvort við getum ekki að lágmarki verið sammála um það að ef eignin er góð fáist hátt verð og ef hún er arðbær fáist enn hærra verð, að þeim mun arðbærari sem eignin er þeim mun hærra verð fáist til ríkissjóðs. Við erum ekki að afhenda neitt, við erum að selja. Við ætlum að fá sanngjarnt endurgjald. Menn spyrja: Í hvað á að nota endurgjaldið? Má ég vekja athygli á því að ríkissjóður er á þessu ári rekinn með 40% halla af tekjum. Að sjálfsögðu erum við í lántökum og það mun draga úr þörfinni fyrir lántökur með því að við losum um eignarhluti. Þetta skref er um að selja u.þ.b. fjórðungshlut í bankanum en heildarvirði bankans eftir að hann verður skráður, ef við á næstu árum notum(Forseti hringir.) markaðinn til að losa enn frekar um eignarhaldið, losar örugglega vel rúmlega 100 milljarða (Forseti hringir.) og það munar um þá fjárhæð til að geta sinnt þeim verkefnum sem hv. þingmaður nefnir.