151. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2021.

sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[17:42]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég spurði nokkurra spurninga í fjárlaganefnd þar sem ekki hafa komið nægilega góð svör. Ég spurði einmitt um rökstuðninginn fyrir öðrum möguleikum. Ég vildi fá útlistun á því hvaða aðrir möguleikar væru í stöðunni. Það er ekki komið fram að fullu leyti eða hver rökstuðningurinn er fyrir þeim í heildina. Ráðuneytið sagði að hægt væri að finna það í hvítbókinni. Ég sagði: Æðislegt, sendið okkur það, með uppfærslu á því hvað hefur í rauninni breyst frá því í desember 2018 þegar hvítbókin kom út. Við erum í heimsfaraldri þannig að það er ekki alveg sami bakgrunnur hvað það varðar. Það hefur ekki komið nægilega skýrt fram.

Við fjöllum hér um meðferð á almannafé. Það ætti að vera rosalega auðvelt að setja það upp. Þetta er sala upp á 37 milljarða, eitthvað svoleiðis. Hvað þýðir það í lækkun á vaxtabyrði á móti þeim arðgreiðslum sem koma og eru upp á um 3 milljarða samkvæmt nýjustu fréttum? 6 milljarða arður hjá Íslandsbanka, helmingurinn af því í arðgreiðslur. (Forseti hringir.) Svo er einfaldlega hægt að bera saman hversu mikið við spörum í vexti á móti því hversu mikið við töpum í arðgreiðslum. (Forseti hringir.) Ekkert svoleiðis liggur fyrir. Auðvitað ættum (Forseti hringir.) við að vera með svör við þessum spurningum.