151. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2021.

sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[22:48]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Eins og ég taldi mig hafa svarað hér í fyrra andsvari þá tel ég skynsamlegt að láta á það reyna á þessum tímapunkti hvort hægt sé að losa um þennan eignarhlut í Íslandsbanka. Varðandi það að sama sé hvaðan tekjur koma í ríkissjóð eða opinbera sjóði þá er ég ekki sammála því og ef ég vísa til stefnu Framsóknarflokksins um samfélagsbanka þá getur verið mjög mikilvægt að það sé rekin fjármálastofnun í samfélaginu sem hefur í rauninni óhagnaðardrifin sjónarmið. Þannig sé hægt að styðja vel við atvinnulíf, t.d. á tímum eins og við upplifum núna.