151. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2021.

sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[22:55]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Brynjari Níelssyni fyrir að draga þessi atriði fram. Hér erum við að gera verðmæti úr því sem við fengum úr slitum eftir síðasta hrun, gera verðmæti fyrir samfélagið, innleysa það. (Gripið fram í.) Já, þann góða samning.

En mig langar kannski að ítreka það sem ég sagði í ræðunni áðan, að það sem kom mér mest á óvart í þeirri vinnu sem ég tók þátt í á kjörtímabilinu 2013–2016 var þetta umfangsmikla verkefni í rauninni í samvinnu við alþjóðasamfélagið að skapa nýja umgjörð fyrir fjármálakerfi heimsins.