151. löggjafarþing — 47. fundur,  21. jan. 2021.

fjarskipti og þjóðaröryggi.

[10:42]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir svörin og get ekki annað en verið innilega sammála honum. Ég vona heitt og innilega að frumvarp um þessi mál komi fram fyrir vorið vegna þess að ég tel það mjög nauðsynlegt gagnvart Kínverjum. Ég myndi líka vilja spyrja hæstv. ráðherra um mál í sambandi við Hong Kong, það sem Kínverjar eru að gera þar. Þeir eru að svíkja alla þá samninga sem þeir gerðu á sínum tíma. Þeir eru að berja niður réttlát mótmæli fólks. Hver er afstaða Íslands í því máli og hvernig munum við taka á því? Styðjum við fólkið sem er að berjast fyrir réttindum sínum og berjast fyrir því að Kínverjar standi við þau loforð sem þeir gáfu Bretum á sínum tíma? Hvernig sér ráðherra þetta fyrir sér? Eru Kínverjar að ná öllum yfirráðum yfir Hong Kong og brjóta alla þá samninga sem þeir gerðu við Breta á sínum tíma þegar þeir fóru út?