151. löggjafarþing — 47. fundur,  21. jan. 2021.

staða stjórnarskrármála.

[11:44]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á því að þakka fyrir þá sérstöku umræðu sem hér fer fram um stöðu stjórnarskrármála og taka undir orð formanns Framsóknarflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um þetta mál. Við Framsóknarmenn erum tilbúnir til að fjalla á jákvæðan hátt um málið og reyna að þoka hlutunum svolítið áfram. Við fögnum sérstaklega því auðlindaákvæði sem kemur fram í þessum drögum, okkur finnst það nokkuð þétt og mjög gott. Nú er málið á leið til þingsins og mikilvæg vinna fram undan. Ég ætla að vona að við getum stigið einhver skref fram á við. Ef menn hugsa eins og Framsóknarmenn gera, með samvinnu og félagshyggju að leiðarljósi, á ég ekki von á öðru en að málinu vegni vel. Áfram veginn!