151. löggjafarþing — 47. fundur,  21. jan. 2021.

vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum .

368. mál
[13:56]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Ég vil benda á að hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gerði tillögu, sennilega á síðasta löggjafarþingi, að breytingu á lögum um lax- og silungsveiði sem tekur á veiðum á selum sem var samþykkt hér á Alþingi og var mjög til bóta. Ég held bara áfram fram minni skoðun að ég tel að sjávarspendýr eigi að heyra undir þennan lagabálk. Það náðist ekki um það samstaða eins og ég lýsti í fyrra andsvari, en það þýðir ekki að ekki sé hægt að halda áfram með þau mál síðar. Ég mun alla vega sjálfur halda áfram að vinna þeim málstað brautargengi.