151. löggjafarþing — 47. fundur,  21. jan. 2021.

vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum .

368. mál
[14:06]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir fyrirspurnina og ég svara að sjálfsögðu bara helmingnum af henni. Fyrri helmingnum. Þetta málefni sem snýr að álftum og gæsum, það er hægt að aflétta vernd á þeim ef það er til varnar tjóni. Ef hv. þingmaður lítur til 43. gr. er Umhverfisstofnun þar gert heimilt að veita tímabundna og skilyrta undanþágu til veiða, sem þetta getur heyrt undir. En svo spilar þetta líka saman við 18. gr., ef ég man rétt, sem er einmitt sú sem fjallar um varnir gegn tjóni. Þetta kom fram í umsagnarferlinu og var reynt að mæta þessum sjónarmiðum með því að þetta félli undir þessar tvær greinar.