151. löggjafarþing — 47. fundur,  21. jan. 2021.

vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum .

368. mál
[14:11]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Það sem hv. þingmaður nefnir varðandi fýlinn sérstaklega þá liggja dýraverndarsjónarmið að baki og það er gert ráð fyrir því að tekið sé fyrir þá drápsaðferð sem þarna er um að ræða. Við erum líka aðilar að alþjóðasamningum sem kveða á um ákveðnar leiðir sem æskilegt er að fara og aðrar sem er óæskilegt að fara þegar kemur að þessum þáttum. Þarna er verið að fylgja því sem verður að teljast að valdi minni sársauka fyrir dýrin, sem er eitt af markmiðunum með frumvarpinu, og líka til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar.