151. löggjafarþing — 47. fundur,  21. jan. 2021.

vextir og verðtrygging.

441. mál
[18:27]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það kann að vera að hv. þingmaður sé kominn lengra í þroskaferlinu hvað verðbólgu varðar, en að öllu gamni slepptu þá skil ég alveg það sem hv. þingmaður er að segja og maður hefur heyrt það áður. En ég hef líka horft á þetta þannig að þegar við erum að tala um fyrirtæki, það kann að vera lífeyrissjóður eða banki, þá er það annars vegar inn og hins vegar út. Ég valdi t.d. þann kost fyrir börnin mín að setja peninginn inn á framtíðarreikning sem er verðtryggður, eins og ég veit að afi minn og amma hafa treyst á lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðnum með ákveðinni verðtryggingu. Það verður ekki einhvern veginn bæði sleppt og haldið í sama kerfinu. En enn og aftur, ég er bara að tala um frelsi og hef ákveðnar efasemdir um að banna eitthvað og að það sé lausn allra mála.