151. löggjafarþing — 48. fundur,  26. jan. 2021.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:32]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá félags- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 711, um hlutfall starfs utan ráðuneytis vegna Covid-19 faraldursins, frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, á þskj. 630, um kynjahlutföll í stofnunum barnaverndar, frá Ólafi Ísleifssyni, og á þskj. 544, um fjölda lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis, frá Söru Elísu Þórðardóttur.