151. löggjafarþing — 48. fundur,  26. jan. 2021.

menntagátt.

122. mál
[22:12]
Horfa

Flm. (Anna Kolbrún Árnadóttir) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var ánægjulegt andsvar. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni fyrir það. Ég man að þegar ég bjó í Danmörku gat ég einmitt skoðað vefsíður þar sem ég gat valið mér nám. Og það er annað í þessu líka: Eins og reiknilíkanið er núna fer það eftir nemendafjölda hversu mikið fjármagn háskólarnir fá og það er mikið ógagnsæi í þessu. Ég veit að þetta yrði til hagsbóta fyrir alla, þ.e. skólana og sérstaklega nemendur eða verðandi nemendur. Ég vona satt að segja að þetta muni ganga og ég vænti mikils liðsinnis hv. þingmanns í því að málið nái fram að ganga.