151. löggjafarþing — 49. fundur,  27. jan. 2021.

samvinnufélög o.fl.

56. mál
[17:26]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Jú, ég held að menn viti alveg hvernig þessi markmið nást. Þau nást auðvitað af sjálfu sér með aukinni þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þegar ég var ungur, og ekki er ég gamall, voru konur bara ekki svona mikið á vinnumarkaði. Síðan gerist þetta af sjálfu sér. Svona er bara pólitísk sýndarmennska í raun í mínum huga og óþarfi. Það á að leyfa hlutunum að þróast í hinu frjálsa samfélagi um leið og bæði kynin taka þátt. Við getum hvatt til þess að þau séu þátttakendur og jafnvel ýtt undir það með einhverjum hætti en ekki að finna svona texta og svo refsa ég þér ef hlutirnir eru ekki eins og ég vil hafa þá. Þessi tilhneiging: Ef hlutirnir eru ekki eins og ég vil hafa þá, þá þarf að refsa þér. Hvar endar þetta, hv. þingmaður? Ég veit það ekki.