151. löggjafarþing — 51. fundur,  2. feb. 2021.

samvinnufélög o.fl.

56. mál
[15:02]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um viðurlög við því að framfylgja ekki lögum um kynjahlutföll í stjórnum. Þau lög voru sett árið 2010, tóku gildi 2013. Því miður eru enn mörg fyrirtæki sem ekki hafa framfylgt þessum lögum svo það var að hvatningu Félags kvenna í atvinnurekstri sem ég lagði þetta mál fram fyrir þremur árum. Nú er það komið á þennan stað, búið að fara í gegnum 2. umr. og verður tekið inn í nefnd milli 2. og 3. umr. Ég treysti því að málið fái góðar undirtektir hér því að það er ekki í lagi að þessi stóru fyrirtæki framfylgi ekki lögum frá því 2013 og dragi lappirnar þegar önnur fyrirtæki fylgja lögum. Það er ekki boðlegt.