sóttvarnalög.
Virðulegur forseti. Ég fagna þessu frumvarpi. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Jú, það þarf að endurskoða sóttvarnalögin í heild sinni en það sem við erum að gera núna er til mikilla bóta í þeirri stöðu sem við erum í í dag. Það er nauðsynlegt vegna þess að við sjáum að verið er að leita að suður-afríska afbrigðinu í Bretlandi og breska afbrigðið er farið að stökkbreytast þannig að við verðum að hafa öll vopn í höndunum til að koma í veg fyrir að þessi afbrigði komist inn í landið. Á Nýja-Sjálandi á fólk að fara í tvöfalda skimun og hálfs mánaðar sóttkví, en það dugði ekki til í einu tilfelli þannig að við verðum að standa vörð ef við viljum hafa veirulaust land. Ég fagna því og við eigum að sjá til þess núna, við höfum öll tækifæri til þess, að veiran komi ekki inn í landið aftur.