sóttvarnalög.
Herra forseti. Já, það er gott að við erum að byggja undir þær sóttvarnaráðstafanir sem þegar hefur verið gripið til og nauðsynlegt að fyrir þeim sé skýr lagaheimild. Þarna er margt sem vel er gert en við bíðum heildarendurskoðunar. Ég kem þó hingað upp aðeins til að leiðrétta orð hv. þm. Söru Elísu Þórðardóttur sem sagði að tafir hefðu orðið á málinu hér á Alþingi. Hér voru engar tafir á málinu heldur voru haldnir kvöldfundir, morgunfundir og síðdegisfundir til að koma málinu hratt í gegn, enda málið mikilvægt og það voru hreint engar tafir innan nefndarinnar á málinu.