151. löggjafarþing — 52. fundur,  3. feb. 2021.

veiting ríkisborgararéttar.

487. mál
[13:59]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Að sjálfsögðu greiði ég atkvæði með þessu frumvarpi sem senn verður að lögum sem veitir ákveðnum einstaklingum ríkisborgararétt á Íslandi og hvet þingmenn til að sinna því hlutverki sínu að vera löggjafi. Hér er verið að veita ríkisborgararétt samkvæmt gildandi lögum á Íslandi og þeir sem eru á móti þeim lögum geta nýtt krafta sína hér inni til að gera tilraun til að breyta þeim lögum eða breyta því fyrirkomulagi en ekki koma í veg fyrir eða sitja hjá við veitingu ríkisborgararéttar til handa fólki sem sækir um það samkvæmt gildandi lögum.