151. löggjafarþing — 52. fundur,  3. feb. 2021.

stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

466. mál
[21:28]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi seinni spurninguna held ég að slíkt ákvæði muni styrkja þá stöðu. En það er líka alveg skýrt og hefur verið rætt í öðru samhengi að það tekur ekki frá Alþingi möguleikann á að takmarka slíkt, til að mynda ef verið er að vaða yfir land annarra sem er í einkaeigu í ábataskyni. Það er annað mál. En ég ætla að fullyrða það, og nú skil ég hv. þingmann, að þetta ákvæði — mér finnst misskilningurinn liggja í spurningunni. Hv þingmaður vill, held ég, ekki trúa því sem ég sagði hér áðan, að í dag viðurkenni nær allir að fiskveiðiauðlindin sé eign þjóðarinnar eins og stendur í lögum um fiskveiðistjórnarkerfinu. Nær allir. Ég þekki engan þann dóm sem hefur gengið um þau réttindi sem ekki styður þann skilning. Ég ætla hins vegar að segja að þetta ákvæði, nýtt auðlindaákvæði eins og það lítur út, mun styrkja bæði ákvæði í fiskveiðistjórnarlögunum og almennan skilning okkar (Forseti hringir.) á því hvað er eign þjóðarinnar og hvað við erum sammála um að eigi að vera það.