151. löggjafarþing — 53. fundur,  4. feb. 2021.

umræður um utanríkismál.

[14:30]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Hæstv. forseti. Ég viðurkenni að ég er furðu lostinn en jafnframt ánægður, að hér skuli ríða á vaðið í þessari umræðu hv. þingmaður, sem hefur lýst því yfir að hún kæri sig ekki um langar og leiðinlegar ræður, og biður um aukinn ræðutíma um utanríkismál. Ég er náttúrlega algjörlega sammála því. Við Miðflokksmenn erum yfirleitt dálítið fyrir það að ræða mál í hörgul og ræða þau vel og fara vel yfir þau. Auðvitað tek ég undir þessa hvatningu um að við ræðum svo mikilvæg mál, sem utanríkismál eru, vel og gaumgæfilega. En ég er fyrst og fremst kominn hingað til að gleðjast yfir þessum sinnaskiptum hv. þm. Bryndísar Haraldsdóttur sem hvetur til langra og leiðinlegra ræðuhalda um utanríkismál.