151. löggjafarþing — 53. fundur,  4. feb. 2021.

umræður um utanríkismál.

[14:35]
Horfa

Forseti (Brynjar Níelsson):

Forseti vill taka það fram um bjöllusláttinn að um hann gilda ákveðnar viðmiðanir. Þegar hv. þingmenn ljúka ekki máli sínu þegar forseti slær í bjöllu, og eru ekki líklegir til að ljúka því, gerist það á endanum að slátturinn verður nokkuð hár og reglulegur. Það mun ekki breytast meðan þessi forseti situr hér í stóli.