151. löggjafarþing — 54. fundur,  11. feb. 2021.

stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

466. mál
[16:32]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Um fundarstjórn — ég ætlaði reyndar að bera af mér sakir vegna þess að ég held að það sé hægt að vera fullkomlega andvígur mjög mörgum atriðum í tillögum stjórnlagaráðs og ýmsum öðrum tillögum öðruvísi en að vera handgenginn einhverjum hagsmunaöflum eða leggja einhverjum hagsmunaöflum lið. Og mér finnst ásakanir af því tagi algerlega fráleitar og bið hv. þingmann að koma hér og biðjast afsökunar á orðum sínum.