151. löggjafarþing — 54. fundur,  11. feb. 2021.

stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

466. mál
[17:27]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég biðst afsökunar á þessu. Ég verð að játa að ég átta mig ekki fyllilega á spurningu hv. þingmanns. Auðlindaákvæðinu er ætlað að ná til þeirra auðlinda sem hér eru en ég held að hv. þingmaður þekki það ágætlega að hið stóra pólitíska samtal, bæði nú og áður, snýst um sjávarútveginn, auðlindina þar. Það er vitaskuld í því samhengi sem við erum að ræða um ótímabundna samninga og eðlilegt endurgjald. Það getur vel átt við um allar aðrar auðlindir líka en það er þar sem frumvarpið gatar, það er þar sem þögnin talar hvað hæst og það rímar ágætlega við pólitískar áherslur ríkisstjórnarflokkanna varðandi sjávarútveginn.