151. löggjafarþing — 54. fundur,  11. feb. 2021.

stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

466. mál
[17:28]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að byrja á að taka undir með hv. þingmanni að stjórnarskráin þarf að vera á traustum grunni og mér fannst ræðan byrja mjög vel. En svo þegar kom að breytingum í samræmi við tíðarandann þá fékk ég smáhroll, ég verð að viðurkenna það. Ég vil því spyrja hv. þingmann: Finnst hv. þingmanni rétt að tíðarandi þvælist í hvert sinn inn í stjórnarskrána? Eða er þetta plagg sem á að vera um ákveðin grunnréttindi okkar borgaranna og stjórnskipun þessa lands? Á tíðarandinn í sjálfu sér að breyta því mikið? Ég hef verulegar áhyggjur af því og þess vegna vildi ég spyrja: Hvað þýðir tíðarandi í þessu dæmi?