151. löggjafarþing — 55. fundur,  16. feb. 2021.

skattur af lífeyristekjum og arðgreiðslum.

[13:20]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Enn og einu sinni er verið að snúa út úr hlutunum. Auðvitað lifir enginn á meðaltali af einhverju mjög lágu sem hefur viðgengist. Við vitum að neysluvísitalan hefur ekki komið nálægt launavísitöluþróun. Það vantar a.m.k. 30% upp á. En það er fullt af stéttum, t.d. bankastjórar, hæstaréttardómarar, jafnvel ráðherrar og þingmenn, sem fá og halda sínum launum alveg 100% eftir að farið er á eftirlaun. Þannig að það er verið að mismuna. Er það eðlilegt að því ríkari sem maður verður og því meiri pening sem maður fær því meira haldi maður eftir og því minna sem maður hefur því minna fái maður? Ef þú telur virkilega að þetta sé sanngjarnt áttu bara að segja að þetta sé það sem þið voruð stefna á og að þetta sé það sem þið viljið hafa. Þið viljið hafa þá fátæku fátækari og þá ríku ríkari.