151. löggjafarþing — 55. fundur,  16. feb. 2021.

fyrirkomulag heilsugæslunnar.

[13:42]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Í fyrirspurn hv. þingmanns kemur fram afstaða hans til þessa sem ég held að eigi fullan rétt á sér og sé full ástæða til að ræða það. Hins vegar er það þannig að fjárfestingarátakið sem stendur yfir núna gerir ráð fyrir því að við byggjum aðra heilsugæslustöð á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Sú stofnun þarf á stuðningi að halda að því er varðar húsakost, mönnun, fjármögnun o.s.frv. Og á meðan við erum í því verkefni, þ.e. að efla og styrkja Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með ráðum og dáð á eins fjölbreyttan hátt og nokkurs er kostur, tel ég að það sé mikilvægasta verkefnið okkar.