151. löggjafarþing — 55. fundur,  16. feb. 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[16:13]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra hefur ekki svarað því sem ég spurði um. (Félmrh.: Ég er búinn að svara því.) Þetta er ekki sami kostnaðurinn, hæstv. ráðherra. Ég er búinn að fá þessar tölur frá upplýsingaþjónustu Alþingis. Þeir sem fá dvalarleyfi fá ekki sömu þjónustu og þeir sem eru kvótaflóttamenn. Það er munur þarna á, fjárhagslegum munur í þeim úrræðum sem verið er að veita. Þetta frumvarp er gallað vegna þess að það getur ekki til um kostnaðinn sem af þessu hlýst, þeirri grundvallarbreytingu að færa hælisleitendum sem fá dvalarleyfi sömu þjónustu og kvótaflóttamönnum. Hæstv. ráðherra verður að leggja fram kostnaðargreiningu, fullkomna kostnaðargreiningu, hvað það kemur til með að kosta. Það er algjört skilyrði fyrir því að þetta mál fái að halda áfram. Eins og ég sagði réttilega áðan þurfum við að horfa í hverja einustu krónu í fjárlögum og fjárlagavinnu vegna þess að skuldastaða ríkissjóðs er orðin með þeim hætti. Samt er hér frumvarp sem er sagt að kosti 24 milljónir en getur kostað hundruð milljóna. Hæstv. ráðherra verður að gera grein fyrir þessum tölum.