151. löggjafarþing — 55. fundur,  16. feb. 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[16:15]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er hið ágætasta frumvarp að mínu áliti. Ráðgjafarstofa innflytjenda var opnuð í Reykjavík fyrir nokkrum dögum þar sem ráðherrann tók þátt og veitir í þetta verkefni umtalsverðum peningum. Það er ekki annað að sjá og heyra en að þessi stofnun eigi að sjá um allt milli himins og jarðar sem snertir innflytjendur. Og ég spyr: Eru fyrirhuguð einhver formleg tengsl milli þessarar stofnunar og Fjölmenningarseturs, formleg samvinna eða einhver samlegð? Hefði ekki verið skynsamlegra að vinna að því að styrkja eina stofnun, Fjölmenningarsetur, sem gæti verið með útibú hér og hvar um landið þar sem innflytjendur eru fjölmennir í stað þess að opna enn eina stofnunina sem vinnur að sömu verkefnum? Er það ekki mögulegt, ekki síst í ljósi þess að Fjölmenningarsetur hefur búið við fjársvelti áratugum saman, eða alla vega árum saman? Eru þetta ekki heldur losaraleg vinnubrögð og ómarkviss ráðstöfun á opinberu fé, hæstv. ráðherra?