151. löggjafarþing — 55. fundur,  16. feb. 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[19:16]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kem hér upp vegna þess að það er ekki hægt að sitja undir svona dylgjum. Hér kemur hv. þingmaður sem vill láta taka sig alvarlega og segir að við Miðflokksmenn, og þar á meðal ég, ölum á útlendingahatri. Ég mótmæli þessu harðlega, herra forseti. Það verður að grípa inn í svona dylgjur og málflutning. Hér hef ég komið og rætt um kostnaðinn sem fylgir þessu frumvarpi og hv. þingmaður segir að ég ali á útlendingahatri. Þetta er náttúrlega óforskammað, hv. þingmaður, þú átt að biðjast afsökunar á þessu. Ég sit í fjárlaganefnd. Ég mæli með því að menn sýni ráðdeildarsemi í ríkisfjármálum og hér er frumvarp sem mun hafa verulegan kostnaðarauka í för með sér fyrir ríkissjóð. Ég er búinn að rekja það í minni ræðu og þú kemur hér upp og segir að ég ali á útlendingahatri. Þetta er óboðlegur málflutningur, hv. þingmaður.