151. löggjafarþing — 55. fundur,  16. feb. 2021.

áfengislög.

504. mál
[20:49]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var bara eitt atriði sem ég ætlaði að nefna í ræðu hv. þingmanns og það varðaði hugleiðinguna um neysluskammtana sem hún taldi að menn gætu tekið með sér út af þessum sölustöðum. Ég velti fyrir mér hvort hún hafi eitthvað ákveðið í huga í þeim efnum. Þegar við ræðum um neysluskammta í öðru samhengi þá erum við oft að hugsa það þannig að það sé eitthvað sem augljóslega er til eigin neyslu en ekki til að selja. Er það eitthvað slíkt sem hún hefur í huga í þessu sambandi?