151. löggjafarþing — 56. fundur,  17. feb. 2021.

almenn hegningarlög.

267. mál
[13:55]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Þetta er gott og afar mikilvægt mál sem tekur á vanda sem lengi hefur blasað við okkur. Þetta er þungt samfélagsmein og hefur alvarlegar afleiðingar á líf og velferð þeirra sem fyrir verða. Ég fagna þessu sérstaklega og þar sem ég er að gera grein fyrir atkvæði mínu þá segi ég tvímælalaust já.

(Forseti (SJS): Það er í góðu lagi að þingmenn lýsi yfir eindregnum stuðningi sínum við mál, hvort sem þeir segja já eða orða það öðruvísi, en hér fer fram hin rafræna atkvæðagreiðsla þannig að það er hnappurinn sem gildir.)