151. löggjafarþing — 56. fundur,  17. feb. 2021.

aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka .

364. mál
[13:56]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir hönd efnahags- og viðskiptanefndar fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.

Stutta útgáfan er þessi: Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Óli Björn Kárason, Jón Steindór Valdimarsson, Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Smári McCarthy og Þórarinn Ingi Pétursson.