151. löggjafarþing — 57. fundur,  18. feb. 2021.

staða drengja í skólakerfinu.

[13:29]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. menntamálaráðherra fyrir svörin. Ég ætla að ítreka það. En er verið að setja það fjármagn í þetta sem þarf? Er verið að tryggja að það verði ekki fjármagnið sem vantar til að taka á þessum málum? Síðan er annað sem mig langar að vita, og kom fram í viðtalinu sem ég vitnaði í áðan, og það er að aðeins um 15% grunnskóla á Íslandi banna farsímanotkun. Hæstv. menntamálaráðherra: Er ekki kominn tími til að farsímanotkun í skólum verði bönnuð? Þá er eitt líka: Nú er Háskóli Íslands að hluta rekinn með fjármunum spilafíkla. Finnst hæstv. menntamálaráðherra það í lagi? Er hún tilbúin til að sjá til þess að spilafíklagróðinn verði fjármagnaður með fjármunum frá ríkinu og loka þannig þessari ógeðfelldu fjáröflun háskólans til að mennta ungt fólk? Er ekki kominn tími til að spilafíkn sé ekki gróði sem notaður er til menntunar í háskóla?