151. löggjafarþing — 58. fundur,  23. feb. 2021.

Garðyrkjuskóli ríkisins.

[13:45]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt, við höfum verið að taka höndum saman og við höfum verið að vinna að því að þetta sé gert í sátt. Það er ljóst að við viljum auka áhuga á menntun. Við viljum auka áhuga á menntun sem tengist matvælaframleiðslu og við sjáum mörg tækifæri í því. Þarna erum við að vinna saman, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Landbúnaðarháskólinn, Fjölbrautaskóli Suðurlands og starfsfólkið að Reykjum. Ég er sannfærð um að þetta muni allt ganga mjög vel og við viljum tryggja að þarna hugum við að framtíðinni og að það samkomulag sem við erum að vinna að verði farsælt og góð sátt náist um það.