151. löggjafarþing — 60. fundur,  25. feb. 2021.

fjármálafyrirtæki.

7. mál
[13:41]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Á mörgum þingum hafa þingmenn VG, með stuðningi Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknar, lagt fram þingmál um aðskilnað viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi. Meðal fyrstu flutningsmanna hafa verið hæstv. núverandi forseti þingsins og hæstv. forsætisráðherra, síðast fyrir fjórum árum. Þau hafa skipt um skoðun og virðast láta Sjálfstæðisflokkinn ráða för líkt og um önnur málefni fjármálakerfisins. Samfylkingin leggur fram breytingartillögu um aðskilnað, enda er aðeins með aðskilnaði komið í veg fyrir að almenningur taki áhættu af glæfralegum fjárfestingum fjármálafyrirtækja. 15% af eiginfjárgrunni sem þak á stöðutöku, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, breytir hins vegar engu.