151. löggjafarþing — 60. fundur,  25. feb. 2021.

fjármálafyrirtæki.

7. mál
[13:56]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég vil bara ítreka um hvað þessar tillögur snúast. Fyrsti töluliðurinn snýst um það að taka hlutfallið í 10% í stað þeirra 15% sem meiri hlutinn leggur til. Það er innan marka þeirra tillagna sem sérfræðingahópurinn lagði til. Þetta er varfærnara skref og við teljum mjög skynsamlegt að stíga varlega til jarðar. Síðan verður borið upp hér á eftir, og ég nefni það nú, bráðabirgðaákvæði sem kveður á um að þetta hlutfall verði endurskoðað innan fjögurra ára.