151. löggjafarþing — 60. fundur,  25. feb. 2021.

fjármálafyrirtæki.

7. mál
[13:57]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Það er ánægjulegt að sjá þann stuðning sem hér er í salnum við þetta jákvæða og góða skref sem við erum að stíga til að tryggja enn betur það markmið að áhætta í bankakerfinu bitni ekki á almenningi. Ég fjalla á eftir um þessa 300 blaðsíðna skýrslu sem fjallar að stóru leyti um allt það sem hefur verið unnið á undanförnum áratug einmitt til að ná því markmiði að gera fjármálakerfið öruggara, sjálfbærara og tryggja hag almennings gagnvart því. Þetta mál, sem er auðvitað ekki í þeirri skýrslu, því að við erum bara að klára það núna, er enn eitt jákvæða skrefið sem byggir á ákveðinni varfærni en nær því markmiði að draga úr áhættu gagnvart fjárfestingarbankastarfsemi. Þess vegna segi ég já við þessari grein, og já við þessu máli því að það er gott mál. Og mér sýnist yfirgnæfandi meiri hluti þingheims vera mér sammála um það.