151. löggjafarþing — 60. fundur,  25. feb. 2021.

fjármálafyrirtæki.

7. mál
[13:58]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Þetta 15% þak á stöðutökuna mun ekki skipta neinu máli en það er engin ástæða til að vera á móti málinu. En þetta er bara eitthvað sem er ekki neitt neitt. Þetta eru ekki skorður eða skil á milli fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi en svo sem meinlaust. En það mun ekki taka á öllu því sem mögulegt er að gera í nafni fjárfestingarbankastarfsemi með innlánum og með Seðlabanka Íslands sem lánveitanda til þrautavara. Þetta er sýndarmennska og ekkert annað og til að friðþægja þá sem í stjórnarliðinu hafa talað fyrir aðskilnaði viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi, meinlaus sýndarmennska.