151. löggjafarþing — 61. fundur,  2. mars 2021.

nýsköpun.

[13:34]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég lít svo á að það hafi verið á frekar jákvæðum nótum. Auðvitað þarf að hafa traust land undir fótum. En ég held að viðbrögð fyrirtækjanna sem hafa notið stuðningsins segi nú meira og minna allt sem segja þarf. Ég vil samt beina athyglinni að öðru og spyrja hæstv. ráðherra um sjóð sem ég vona að sé í burðarliðnum, sem er samkvæmt lögum um Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóð. Samþykkt voru lög um hann fyrir níu mánuðum og er honum ætlað stórt hlutverk við fjármögnun svokallaðra vísisjóða. Mjög brýn þörf er fyrir starfsemi slíkra sjóða og mjög er kallað eftir því að þeir geti sinnt nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að hefja vöxt. Í mínum huga er það eiginlega óskiljanlegt að Kría skuli ekki þegar (Forseti hringir.) hafa tekið til starfa. Ég vil því spyrja hæstv. ráðherra: Getur hún upplýst nákvæmlega hvenær sjóðurinn mun taka til starfa og hvað hefur valdið því að hann er ekki löngu tekinn til starfa?