151. löggjafarþing — 62. fundur,  3. mars 2021.

birting viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga í dómum.

254. mál
[13:55]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Þór Ólafssyni fyrir þessa fyrirspurn. Eftir að ég kom á þing var mér bent á það að verið væri að selja upplýsingar um mig, persónuupplýsingar, heilsufarsupplýsingar, hjá lögmönnum inni í dómsskjölum. Eina sem ég hafði af mér brotið var að ég hafði brotið umferðarlög og ég varð fyrir líkamlegu tjóni. Í þeim upplýsingum sem verið var að selja voru heilsufarsupplýsingar. Og það sem var kannski það óeðlilega við það allt saman var að inni í því voru líka rangar heilsufarsupplýsingar sem ekki var búið að taka fram að búið væri að leiðrétta. Þetta segir okkur að það er grafalvarlegt mál að það skuli vera hægt að versla með heilsufarsupplýsingar eða aðrar persónuupplýsingar fólks, eftirlitslaust, án þess að nokkur geri athugasemd við það, að það skuli enn þá vera gert. Ég benti á þetta hérna í upphafi, fljótlega eftir að ég kom á þing, og ég er aftur búinn að benda dómsmálaráðherra á það, en það virðist ekkert vera gert í þessu. Þess vegna vona ég núna að það þurfi ekki að ræða þetta oftar.