151. löggjafarþing — 64. fundur,  4. mars 2021.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

335. mál
[14:31]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P):

Frú forseti. Um leið og ég fagna þessu frumvarpi og er samþykk því, verð græn á því, vil ég koma á framfæri athugasemdum sem ungir umhverfissinnar komu með um það, með leyfi forseta:

„Ungir umhverfissinnar fagna því að verið sé að aðlaga löggjöf Íslands að þeim kosti að dæla koltvíoxíði í jarðlög Íslands. Ungir umhverfissinnar telja þó brýnt að nefna að kolefnisjöfnun ætti að vera neyðarúrræði en ekki forgangsmál í loftslagsstefnu stjórnvalda samanber kröfu nr. 5.1, sem 350 ungmenni frá 150 löndum samþykktu á Mock COP26. Einnig telja ungir umhverfissinnar að vísindamenn og sérfræðingar á sviði jarð- og efnafræði ættu að hafa meira ráðgjafarvald en lagasetningin kveður á um.“