151. löggjafarþing — 65. fundur,  11. mars 2021.

um fundarstjórn.

[13:28]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Það kom fram hér í umræðunni að viðkvæmar trúnaðarupplýsingar og sjúkraupplýsingar í dómsmálum, viðkvæmar sjúkraupplýsingar, mjög viðkvæmar, séu söluvara. Þær eru söluvara. Lánakjör og persónulegrar fjárhagsupplýsingar einstaklinga: Söluvara, algjör söluvara. Hræsnin liggur í því að opinberar upplýsingar um fjármál sveitarfélaga eða ríkisins séu viðkvæmar trúnaðarupplýsingar. Ég held við séum komin á fáránlegan stað. Á meðan við seljum sjúkraupplýsingar opinberlega og upplýsingar um fjármál einstaklinga opinberlega, og einhverjir græða á því, skulum við ekki segja að fjármál ríkis og sveitarfélaga séu trúnaðarmál.