151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

barnalög.

11. mál
[12:56]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er mjög gott mál á ferðinni og enn betri breytingartillögur, nauðsynlegar breytingartillögur minni hluta með málinu, sem svo virðist sem meiri hlutinn sé mótfallinn. Það er svolítið sérstakt af því að ég heyri ekki annað á orðum stjórnarliða en að þau telji nauðsynlegt að gera breytingar í þá átt sem verið er að leggja til. Enn einu sinni erum við að lenda í því að vegna þess hvaðan breytingarnar koma þá treysta ríkisstjórnarflokkarnir sér ekki til að styðja við nauðsynlegar og góðar breytingar hér í þingsal. Þetta er dapurleg birtingarmynd þess, herra forseti, hvernig meirihlutaflokkarnir vinna hér.