151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

barnalög.

11. mál
[13:02]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Einstaklingur hefur hrundið af stað herferðinni Römpum upp Reykjavík til að reyna að koma í veg fyrir hindranir í aðgengi fatlaðra einstaklinga að verslunum og opinberum stofnunum. En hvað erum við að gera hér á þingi? Jú, við erum að setja upp hindranir, biðlista fyrir börn. Núna segjum við: Börn með fötlun eiga að fara á bið, þetta kemur einhvern tímann seinna. Ég held að við þurfum að snúa þessu algjörlega við. Þau fyrst, tökum svo allt hitt seinna. Svoleiðis á það að vera.