151. löggjafarþing — 68. fundur,  17. mars 2021.

útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga.

602. mál
[15:28]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Á bls. 11 og 12 í greinargerð frumvarpsins er fjallað um að af umsóknum sem bárust á tímabilinu 15. júní til ársloka 2020 hafi um 70% mála verið frá einstaklingum sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í Evrópu, svo sem Ungverjalandi, Grikklandi og Ítalíu. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort hún viti hvers vegna þessi tilteknu þrjú lönd eru talin upp. Með hliðsjón af því að þarna er um gríðarlega aukningu að ræða hlýtur einhver ástæða liggja að baki. Ég veit hver hún er. Rauði krossinn hefur bent á það margsinnis hver hún er, en veit hæstv. dómsmálaráðherra hver hún er? Hvernig stendur á því að þessi tilteknu þrjú lönd birtast í texta þegar talað er um aukningu á umsóknum frá fólki með vernd í þeim löndum? Er það tilviljun? Hvers vegna, virðulegi forseti? Veit hæstv. dómsmálaráðherra það? Getur hæstv. dómsmálaráðherra útskýrt það?