151. löggjafarþing — 68. fundur,  17. mars 2021.

útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga.

602. mál
[16:14]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé reyndar hlutverk okkar að gera heiminn góðan og gera það litla sem í okkar valdi stendur til að svo geti orðið, þó að það sé ákaflega lítið sem við getum gert. Það er kannski rétt að umorða það sem er vefjast fyrir mér og spyrja hv. þingmann á ný: Er líklegt að það verði áfram meginreglan að fólk sé á þessu færibandi, þessu flóttafæribandi, og verði sent aftur til ríkja sem ranglega eru talin örugg ríki, ríkjanna þriggja ríkja sem við höfum nefnt hér? Við erum öll sammála um að þar eru óbærilegar aðstæður fyrir flóttafólk sem, eins og hv. þm. Andrés Ingi Jónsson rakti ágætlega áðan, býr jafnvel við að fara í verri aðstæður eftir að hafa fengið þessa vernd. Eigum við þá í nefndinni að taka höndum saman um að reyna að breyta þessu, reyna að hafa áhrif á þetta, vegna þess að við erum hér að fást við fólk?