151. löggjafarþing — 68. fundur,  17. mars 2021.

félög til almannaheilla.

603. mál
[18:15]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Jú, þetta er réttur skilningur hjá hv. þingmanni varðandi val félaga innan ÍSÍ. Það er val hvers og eins og það er þá þeirra að meta heildarlöggjöfina og hvernig þau telja hagsmunum sínum best borgið. Auðvitað eru mjög ríkar kröfur gerðar á ÍSÍ og sambandið er í miklu alþjóðlegu samstarfi. En til að komast inn í einhverjar ákveðnar ívilnanir eða umhverfi hér þurfa þau að taka ákvarðanir út frá því.

Það sama á við um síðari spurninguna varðandi það hvort félög geti valið að vera utan við þetta. Það er sömuleiðis réttur skilningur hjá hv. þingmanni að það er þannig.